Mótanefnd GKG stendur fyrir innanfélagsmótaröð í vetur þar sem 3 bestu umferðir af 5 í punktakeppni telja. Þetta er tilvalin leið til að taka þátt í skemmtilegri keppni í golfhermunum okkar.
Skráning er hjá Sindra í golfverslun með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda póst á sindri@gkg.is. Einnig hægt að hringja í golfverslunina í síma 5657373.
Helstu mótsupplýsingar (einnig hægt að skoða í skjalinu hér):
- 5 umferðir þar sem 3 bestu skorin telja. Hver umferð nær yfir tvær vikur, hefst á mánudegi og lýkur á sunnudegi (undantekning fyrsta umferðin sem hefst í dag og lýkur 4. mars).
- Punktakeppni með fullri forgjöf, hámarksforgjöf er 36.
- 9 holur í hverri umferð
- 2-4 leikmenn saman í holli
- Greiða þarf fyrir afnot af hermum skv. verðskrám á hverjum tíma en að auki verður mótsgjald kr 500 per umferð á mann.
- Hægt að panta sér tíma í hermi inni í hermarými (2-4 leikmenn í holli) með venjulegum hætti eða mæta og freista þess að laust sé í hermi frammi (2 leikmenn í holli)
- Einstaklingskeppni:
- Punktakeppni með forgjöf. Spilaðar 5 umferðir.
- Hver umferð nær yfir tvær vikur. Spilaðar ákveðnar 9 holur.
- Liðakeppni:
- Aukakeppni. Tveggja til fjögurra manna lið. 2 bestu skor liðs gilda í hverri umferð.
Leikáætlun:
1. umferð 23.2 – 4.3
2. umferð 5.3 – 18.3
3. umferð 19.3 – 1.4
4. umferð 2.4 – 15.4
5. umferð 16.4 – 29.4
Verðlaun:
1. verðlaun: 10 þús króna inneign hjá N1 og 10 skipta kort í hermana
2. verðlaun: 5 þús króna inneign hjá N1 og 5 skipta kort í hermana
3. verðlaun: 5 skipta kort í hermana
Efstu í karla og kvennaflokki verða krýnd Vetrarpunktameistarar GKG 2018 í sínum flokki og fá nafn sitt á veglega farandgripi.
Verðlaunaafhending verður haldin í lokahófi vetrarstarfs í byrjun maí.
Njótum þess að spila golf saman í vetur!
Kveðja,
Mótanefnd