Miðvikudaginn 24. september hefst tappagötun á flötum vallarins. Byrjað verður á 7. flöt á Leirdalsvelli og verkið unnið niður dalinn. Kylfingar eru beðnir um að slá ekki á vallarstarfsmenn sem eru að vinna á flötunum. Verk þetta er liður í nauðsynlegu viðhaldi flata og er gert til að stuðla að enn betri flötum.
Stefnt er að því að verkið taki þrjá daga og því ljúki föstudaginn 26. september.
VALLARSTJÓRI