Hatta- og kjólamótinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma en í staðinn verður venjulegt þriðjudagsspil 18. júlí.
25. júlí verður svo 18 holu mót GÖ-GKG og hvetjum við konur til að skrá sig og verður skráning þannig að þrjár GKG konur skrá sig saman og skilja eftir eitt autt pláss í hverju holli fyrir GÖ konu. Þær hafa tíma til sunnudagsins 23. júlí að skrá sig símleiðis, svo þá verður ljóst hversu margar þær verða.
Verðlaun verða fyrir efstu 3 sætin, nándarverðlaun á par 3 holunum.
ATH. Rástímunum verður breytt þ.e byrjum fyrr en venjulega þ.e. kl. 15:30-17:20.
Mótsgjald fyrir GKG konur er 2000.kr.