Þá er komið að nýliðanámskeiðum GKG árið 2007 en þau fara fram í maí og er búið að opna fyrir skráningu á þau á heimasíðu klúbbins www.gkg.is undir liðnum umsóknir og hvertjum við þig til að skrá þig sem fyrst.
Nýliðafræðsla GKG hefur gengið mjög vel síðastliðin ár en markmiðið með fræðslunni er að hvetja og fræða nýliða klúbbsins. Það þekkja margir óöryggið sem því fylgir að fara út á völl án þess að kunna spil- og siðareglur golfleiksins.
Þjálfarar klúbbsins munu sjá um námskeiðin og létta vonandi fyrstu skrefin. Síðan gefur Úlfar Jónsson Íþróttastjóri þér grænt ljós að námskeiði loknu og þú getur spilað golf og notið leiksins með alla grunnþekkingu sem til þarf.