Ottó Sigurðsson Íslandsmeistari síðasta árs í holukeppni mun hefja titilvörn sína á Grafarholtsvelli í dag. Ottó varð Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta skipti á ferlinum eftir að hafa lagt Pétur Óskar SIgurðsson á 18 holunni í hörkukeppni á Hvaleyrarvelli í fyrra.

Nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik Sigmundur Einar Másson mun að sjálfsögðu vera á meðal keppenda ásamt 7 öðrum kylfingum úr GKG. Alls eru keppendur GKG 8 í Íslandsmótinu og er enginn klúbbur með fleiri keppendur í mótinu.