Trjáræktarnefndar boðar til vinnudags á miðvikudaginn kemur, 31. október,
Félagar hvattir til að mæta kl 16:00 við áhaldahúsið.
Ágætu GKG félagar,
Vinnudagurinn á miðvikudaginn var tókst með ágætum og var sérstaklega ánægjulegt að sjá nokkur ný andlit. Trjáræktarnefnd býður áhugasömum félögum að hjálpa til við nauðsynleg haustverk, t.d. að klippa og rétta tré á vellinum, rótarskera vegna flutnings síðar o.fl.
Við ætlum að mæta kl 16:00 við áhaldahúsið á miðvikudaginn í þessari viku og vera að í 1-2 klst.
Þetta verður væntanlega seinasti vinnudagur um sinn. Minnt er aftur á að golfið næsta sumar verður enn skemmtilegra, ef þið getið bent félögum ykkar á fallegan trjágróður á vellinum og sagst eiga ykkar hlut í honum!
PS: Því miður láðist að skrifa nöfn þeirra, sem mættu í fyrsta sinn á miðvikudaginn var. Okkur þætti vænt um að fá nöfnin send á
gudmol@gmail.com“>gudmol@gmail.com. Eins var ljósmyndari nefndarinnar forfallaður, en hann mætir á miðvikudaginn. Vonandi mæta sem flestir til að unnt sé að bæta við flottum myndum af trjáræktarstarfinu í MYNDASAFNIÐ á www.gkg.is , sem félagar eru hvattir til að skoða.
Nefndin