Kæri GKG félagi.

Við bjóðum hjartanlega velkomin tvo nýja PGA kennara í Golfakademíu GKG, þau Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur og Magnús Birgisson. Nánari deili á þeim er hægt að lesa neðar á síðunni.

Þau bjóða upp á sérstakt kynningartilboð á einkakennslu hjá sér í janúar:

Þegar þú kaupir einn tíma þá færð þú annan tíma frían í kaupbæti.

Tilboðið gildir fyrir kl. 15 virka daga og er aðeins fyrir félagsmenn GKG.

Magnús verðskrá:
Verð 30 mín einkakennsla: kr. 7.500 + 1.500 hermir = kr. 9.000
Verð 45 mín parakennsla: kr. 12.500 + 4.500 tveir hermar = kr. 17.000
Tímapantanir: magnusgolf@gmail.com eða 898 7250

Stefanía verðskrá:
Verð 30 mín einkakennsla: kr. 7.000 + 1.500 hermir = kr. 8.500
Verð 45 mín parakennsla: kr. 12.000 + 4.500 tveir hermar = kr. 16.500
Tímapantanir: stefania@gkg.is eða 858 7462

 

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Stefanía var nýverið ráðin til starfa hjá GKG sem golfkennari og umsjónarkona námskeiða.

Hún byrjaði að stunda golf 13 ára og er margfaldur klúbbmeistari GA. Hún hefur verið starfandi

golfkennari í fullu starfi síðan 2016 en hún útskrifaðist með PGA golfkennararéttindi vorið 2021.

Stefanía er einnig menntaður kennari á grunnskólastigi með áherslu á íþróttakennslu og lýðheilsu.

Hún hefur þjálfað og kennt golf á öllum stigum íþróttarinnar og leggur mikið uppúr einstaklingsnálgun

í golfkennslu sinni svo hver og einn fái sem mest út úr kennslunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Magnús Birgisson
Magnús þarf vart að kynna en hann er með áratuga reynslu af golfkennslu og golffararstjórn á Spáni.

Það er skemmtilegt að geta þess að Magnús var fyrsti golfkennarinn sem ráðinn var til GKG,

fyrir um 30 árum síðan, og ól upp nokkra Íslandsmeistara klúbbsins eins og Sigmund Einar og Ottó Sigurðs.

Það má því segja að Magnús sé kominn aftur heim og mun liðsinna kylfingum við að ná betri tökum

og ánægju af leiknum, eins og honum er einum lagið.

 

 

 

 

 

 

Þetta er tíminn til að koma sér af stað og undirbúa sig fyrir sumarið.
Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér tilboðið og kynnast þessu góða fólki.

Opnunartímar í Íþróttamiðstöðinni
Opnunartímar almennt:
Virka daga: 9 – 23
Um helgar: 9 – 20