Íslenska landsliðið sem keppir í Evrópumóti landsliða í Svíþjóð var tilkynnt í morgun. Tveir kylfingar úr GKG eru í liðinu, þeir Sigmundur Einar Másson og Alfreð Kristinsson. Við óskum þeim til hamingju með valið. Derrick Moore, þjálfari hjá GKG er þjálfari landsliðsins. Liðið er skipað eftirfarandi kylfingum:
Alfreð Brynjar Kristinsson GKG
Axel Bóasson GK
Hlynur Geir Hjartarson GK
Kristján Þór Einarsson GKj
Ólafur Björn Loftsson NK
Sigmundur Einar Másson GKG
Liðsstjóri Ragnar Ólafssonl og Derrick Moore
EM karla fer fram hjá Österåkers Golf Club, Åkersberga í Svíþjóð. Mótið fer fram 6.-10. júlí og missa þeir þá af Meistaramóti GKG.
Kvennalandslið Íslands sem keppir á EM á Spáni er skipað eftirfarandi kylfingum.
Eygló Myrra Óskarsdóttir GO
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
Ragna Björk Ólafsdóttir GK
Signý Arnórsdóttir GK
Tinna Jóhannsdóttir GK
Valdís Þóra Jónsdóttir GL
Liðstjórar: Steinunn Eggertsdóttir og Karl Ómar Karlsson
EM kvenna fer fram á La Manga á Spáni 6.-10. júlí.