Ulfar-Jonsson---Leiran-2011_MG_8120Úlfar Jónsson úr GKG er PGA meistari árið 2011 en hann vann Sigurpál Geir Sveinsson úr GK í úrslitakeppni sem haldin var samhliða Heklu Bikarnum sem hófst í gær. Þeir léku holukeppni um sigurinn á mótaröðinni en þeir voru jafnir að stigum eftir keppnistímabilið.

„Ef ég missti einbeitinguna í eina sekúndu þá refsaði Úlfar mér, hann spilaði nánast hnökralaust golf fékk einn “flyer” en að öðru leiti var unaður að spila með karlinum. Í dag var hann einfaldlega betri en ég,“ sagði Sigurpáll á heimasíðu PGA á Íslandi.

Úlfar setti niður 6 metra pútt á 18 holunni fyrir fugli og landaði þannig sigrinum. Einliðaleikurinn var jafnframt bráðabani milli Úlfars og Sigurpáls um PGA meistaratitilinn 2011 en þeir voru efstir og jafnir í þeirri keppni eftir fjögur mót sumarsins. Staðan í Heklu Bikarnum eftir fyrsta keppnisdag var 3-1 fyrir yngra liðið.

Að öðru leiti voru úrslit sem hér segir:
Einar Lyng Hjaltason og Ingi Rúnar Gíslason unnu þá Ólaf Hrein Jóhannesson og Magnús Birgisson 2-1
Heiðar Davíð Bragason og Björgvin Sigurbergsson unnu þá Jón Þorstein Hjartason og Árna Pál Hansson 6-4
Nökkvi Gunnarsson og Jóhann Hjaltason unnu þá Hörð Hinrik Arnarsson og Ingiberg Jóhannsson 6-4.