Veitingasalur GKG tekur um 170 manns í sæti og að auki erum við tvö stór fundarherbergi sem leigð eru út.
Hafið samband við Jönu og Tomma, veitingastjóra hjá Mulligan varðandi alla þjónustu golfskálanum. Sími þeirra er 775 8928, netfang janatommi@hotmail.com. Ýmsir góðir réttir eru í boði auk þess sem hægt er að vera með minni hópa í mat í fundarherbergjunum.
Veitingastaðurinn Mulligan er opinn alla daga til klukkan 22:00 á kvöldin yfir sumartímann og opnar 1 kl.st. fyrir mót þegar þau eru á vellinum um helgar.
Í hádeginu býður Mulligan upp á úrvalshádegismat.
Í Golfverslun GKG er tekið hlýlega á móti kylfingum. Þar er hægt að kaupa flest það sem þarf til golfiðkunar. Hægt er að panta rástíma og fá nánari upplýsingar í síma 570 7373.
Á neðri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar er inniaðstaða á heimsmælikvarða með 16 Trackman golfhermum. Hægt er að bóka tíma í golfhermana hér, eða hringja í verslun GKG í síma 570 7373.