Hlutverk mótanefndar:

  • Fjallar um árlega áætlun um öll mót á golfvöllum klúbbsins sem þjónustustjóri leggur fram. Þetta gildir um innanklúbbsmót, opin mót á vegum klúbbsins, mót á vegum fyrirtækja og mót á vegum GSÍ.
  • Undirbýr og fylgist með framkvæmd móta í samvinnu við þjónustustjóra og annað starfsfólk klúbbsins.

Markmið mótanefndar:

  • Klúbburinn sé ávallt í fremstu röð mótshaldara innan GSÍ.
  • Árlega séu haldin mót við allra hæfi á vegum klúbbsins.
  • Styrkja félagsandann í klúbbnum með öflugum innanfélagsmótum.
  • Mótshald fyrir fyrirtæki efli rekstur klúbbsins.

Framkvæmdastjóri starfar með mótanefnd.

Formaður mótanefndar fyrir starfsárið 2019 er Jón K. Baldursson