Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, tryggði sér í dag sigur í bæði karla- og kvennaflokki í golfi en mótið fór fram á Vífilsstaðavelli. Liðin voru bæði skipuð ungum GKG-ingum sem stóðu sig afar vel. Hægt er að skoða myndir frá verðlaunaafhendingunni í myndasafni síðunnar.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Karlaflokkur:
1. sæti | Ungmennasamband Kjalarnesþings | 281 högg |
2. sæti | Héraðssambandið Skarphéðinn | 284 högg |
3. sæti | Íþróttabandalag Reykjavíkur | 293 högg |
Kvennaflokkur:
1.sæti | Ungmennasamband Kjalarnesþings | 305 högg |
2.sæti | Íþróttabandalag Reykjavíkur | 315 högg |
3.sæti | Ungmennasamband Eyjafjarðar | 386 högg |