Undankeppni International Pairs fór fram á þremur völlum um helgina og var Vífilsstaðavöllur þar á meðal. 17 lið öttu kappi í algerri „bongoblíðu“ í dag og var skorið jafn gott og veðrið. Efstar urður Jónína Pálsdóttir og Hansína Þorkelsdóttir með heila 46 punkta og komust þær því áfram í úrslitin ásamt Sigurði Hlöðverssyni og Valgeiri Magnússyni sem drógu 45 punkta í hús.

 

Á morgun verða úrslit International Pairs á Íslandi leikin, en þá spila efstu tvö pörin úr undankeppnunum þremur 18 holur á Vífilsstaðavelli. Það par sem fær flesta punkta vinnur sér inn ferð til St. Andrews á Skotlandi í heimsskeppni International Pairs. Ekki amaleg verðlaun það.

 

Heildarúrslit mótsins má finna með því að smella hér.