Kæru félagsmenn.
Í framhaldi af samkomubanni heilbrigðisráðherra höfum við hjá GKG gripið til eftirfarandi ráðstafana:

Næstkomandi 4 vikur hafa eftirfarandi ráðstafanir verið gerðar:

  • Opnunartími Íþróttamiðstöðvar GKG helst óbreyttur. Opnunartími Kórsins verður auglýstur betur síðar.
  • Fjöldatakmörkun verður í öll rými og miðað er við tveggja metra svigrúm á milli fólks.
         Innra hermaherbergi íþróttamiðstöðvar (hermar 1-4). Hámarksfjöldi 3 per hermi.
         Fremra svæði íþróttamiðstöðvar (hermar 5-9 og púttflöt). Hámarksfjöldi 2 per hermi. Hámarksfjöldi 6 á púttflöt.
         Kórinn. Hámarksfjöldi 2 per hermi. Hámarksfjöldi 6 á púttflöt.
  • Tilkynningar hafa verið settar upp við öll rými þar sem tilgreindur er hámarksfjöldi í tilteknu rými.
  • Komið hefur verið upp verklagi þar sem allir almennir snertilfetir eru þrifnir reglulega yfir daginn með sótthreinsiefni.
  • Engar barna/unglinga/afreksæfingar eru þessa viku vegna fyrirmæla frá ÍSÍ.

Ef þú hefur umgengist einstakling sem er smitaður af Covid-19, ert með einkenni smits eða hefur grun um að vera jafnvel orðinn smitaður þá óskum við eftir því að þú sýnir öðrum þá virðingu að mæta ekki á æfingu fyrr en öruggt er að þú ert ekki smitaður

Viljum við jafnframt minna á mikilvægi handþvottar og mikilvægi þess að fara eftir tilmælum landlæknis og sóttvarnalæknis.

Njótum lífsins og höldum áfram að vera til (Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn)

Starfsfólk GKG