Nú er orðið uppselt á öll barnanámsskeiðin á vegum GKG í sumar. Í vor var ákveðið að tvöfalda fjölda námsskeiða með því að bjóða upp á þau bæði fyrir og eftir hádegi. Óhætt er að segja að þessari tilraun hafi verið tekið gríðarlega vel þar sem uppselt hefur verið í öll námsskeiðin og heildarfjöldi þáttakenda í sumar hátt í 500. Það er því ljóst að mikil áhugi er á golfi hjá yngri kynslóðinni og munum við hjá GKG halda áfram að byggja upp þetta starf eins hratt og vel og okkur er unnt og vonumst til þess að sjá sem flesta af þessum þátttakendum næsta sumar og jafnvel einhverja á reglulegar æfingar bæði í vetur og næsta sumar.