Minnum á Uppskeruhátíð barna og unglinga í GKG í kvöld, þriðjudag, kl. 18 í Stjörnuheimilinu Ásgarði. Gerum ráð fyrir að ljúki milli 19:30-20.

Dagskráin er á þessa leið:

Verðlaun veitt fyrir besta heildarárangurinn í Svala- og Unglingamótaröð GKG. Einnig veitt þátttökuverðlaun fyrir Svalamótaröðina.

Veittar ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur í sumar.

Að þessu loknu fáum við okkur pizzu og eigum góða stund saman.

Vonumst til að sjá sem flesta mæta.

f.h. þjálfara GKG

Úlfar

Íþróttastjóri GKG