Síðastliðinn föstudag fór fram uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG. Í fyrra lögðum við upp með nýtt fyrirkomulag sem heppnaðist mjög vel, og endurtókum við því leikinn aftur. Leiknar voru 9 holur í Mýrinni á undan verðlaunaafhendingunni, með Texas scramble fyrirkomulagi, þar sem fjórir leikmenn voru saman í lið. Frábært veður var á þessum haustdegi, og því nutu allir sín á vellinum.

Að loknu mótinu komu allir inn í skála þar sem fram fór verðlaunaafhending fyrir Mix og Egils Kristals mótaraðirnar, auk þess að veita sérstakar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, efnilegustu og kylfinga ársins. Boðið var uppá veglega pizzuveislu fyrir krakkana og aðstandendur og var svo sannarlega góð stemmning.

Myndir af hátíðinni er hægt að skoða hér á facebook síðu barna og unglingastarfsins.

Hér er hægt að skoða heildarúrslit í Mix mótaröðinni og Kristals mótaröðinni:

Viðurkenningar fyrir sérstök afrek 2014:

Mestu framfarir pilta: (mesta lækkun fgj.)
Tekið er tillit til hvort leikmaður var að leika í mótum sem og æfingahringjum.

Sindri Snær Kristófersson

Fgj. 23,4 úr 36,0, um 40% hringja leiknir í mótum

Mestu framfarir stúlkna: (mesta lækkun online casino fgj.)
Eva María Gestsdóttir

Fgj. 21,3 úr 29,7, um helmingur hringja leiknir í mótum

Efnilegastur pilta (mesta bæting í mótum milli ára):

Sigurður Arnar Garðarsson

Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri
3. sæti á stigalista GSÍ 14 ára og yngri
5. sæti á USKIDS í Skotlandi í maí.
2. sæti á Finnish Junior mótinu í júní

Fgj. 5,1 úr 8,3
Efnilegust stúlkna (mesta bæting í mótum milli ára):

Herdís Lilja Þórðardóttir

4. á stigalista 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröð
Sigraði á Meistaramóti GKG í sínum flokki

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):

Piltar: Aron Snær Júlíusson
Stigameistari 17-18 ára
9. sæti á Eimskipsmótaröð – stigalista.
Sigraði á þremur mótum á Íslandsbankamótaröðinni.

Var í U18 landsliði Íslands sem lék á EM landsliða í Osló, þar sem liðið náði mjög góðum árangri, 11. sæti.

Stúlkur: Gunnhildur Kristjánsdóttir
Hefur verið í fararbroddi unglingsstúlkna í GKG undanfarin ár.
Keppti á Irish girls mótinu í vor
Fékk skólastyrk í Elon háskólann í Bandaríkjunum.

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og þökkum iðkendum og aðstandendum kærlega fyrir tímabilið sem er að líða og minnum á að vetraræfingar hefjast 10. nóvember. Opnað hefur verið fyrir skráningar á vetraræfingar og er hægt að skrá sig hér.

Bestu kveðjur f.h. þjálfara,

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG

Mynd GKG: Frá vinstri: Úlfar Jónsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Kristófer Orri Þórðarson (f.h. systur sinnar Herdísar), Sindri Snær Kristófersson, Aron Snær Júlíusson, Eva María Gestsdóttir, Haukur Már Ólafsson.