Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG fór fram í gær

Í gær lauk sumar og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Mix og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Hátíðin var vel sótt, um 150 börn og aðstandendur enda var salurinn þétt setinn og áttum við góða stund saman. Eftir verðlaunaafhendingu var boðið upp á pizzur og drykki. Myndir frá hátíðinni er hægt að skoða á facebook síðu barna- og unglingastarfs GKG.

Eftirfarandi kylfingar hlutu viðurkenningar:

Frá vinstri: Laufey Kristín, Gunnlaugur Árni, Bjarney Ósk, Eva María, Flosi Valgeir. Á myndina vantar Breka.

Mestu framfarir: (mesta lækkun fgj.)
Drengir: Gunnlaugur Árni Sveinsson
Byrjaði í golfi fyrir rúmi ári og hefur lækkað forgjöfina niður í 15, enda hefur hann æft svo gott sem á hverjum degi frá í ágúst í fyrra.

Stúlkur: Laufey Kristín Marinósdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 54 í 22 eða um heila 32 sem er frábær árangur. Sýndi mikinn áhuga og dugnað við æfingar og spil.

Efnilegust (mesta bæting í mótum milli ára):
Drengir: Breki Gunnarsson Arndal
Lækkaði forgjöfina úr 10,3 í 5,3 eða um helming.
Átti mjög flott tímabil, endaði í 5. sæti stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar og sigraði í sínum flokki í Meistaramóti GKG með yfirburðum.

Stúlkur: Bjarney Ósk Harðardóttir
Lækkaði forgjöfina úr 26 í 15
Náði best 4. sæti tvisvar sinnum á Íslandsbankamótaröðinni
Hafnaði í fimmta sæti á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar
Hefur sýnt mikinn dugnað undanfarin ár, er alltaf jákvæð og metnaðarfull til að bæta sig.

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):
Piltar: Flosi Valgeir Jakobsson
Lækkaði forgjöfina úr 7,2 í 5,8
Varð Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri og sigraði einnig í seinasta stigamótinu í sínum flokki.
Var í sigursveit GKG 15 ára og yngri.
Hafnaði í öðru sæti á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar.

Stúlkur: Eva María Gestsdóttir
Varð Íslandsmeistari í höggleik í sínum flokki og auk þess þremur öðrum mótum í Íslandsbankamótaröðinni.
Klúbbmeistari GKG í sínum flokki
Stigameistari í sínum aldurshópi.
Er Afrekskylfingur samkvæmt viðmiðum GSÍ

Hægt er að skoða lista yfir þau sem hlotið hafa viðurkenningar GKG hér.

Veittar voru viðurkenningar til allra sem náðu Íslandsmeistaratitlum einstaklinga og með liðum:

Íslandsmeistarar golfklúbba 12 ára og yngri
Íslandsmeistarar golfklúbba 15 ára og yngri drengja
Íslandsmeistarar golfklúbba 1. deild karla

Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri: Flosi Valgeir Jakobsson
Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri: Eva María Gestsdóttir

Íslandsmeistari í holukeppni 19-21 árs og holukeppni karla: Egill Ragnar Gunnarsson

Flestir skráðir hringir á golf.is
Stúlkur: Bjarney Ósk Harðardóttir 72 hringir
Strákar: Róbert Leó Arnórsson 102 hringir

Veitt voru verðlaun fyrir mótaraðir sumarsins, hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir náðu verðlaunasætum og einnig árangur allra í mótunum. Þau sem náðu ekki að taka við verðlaunum í gær geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á skrifstofu GKG.

Í Mix mótaröð 16 ára og yngri byrjenda var leikið í fimm mótum í sumar og í sex mótum í Kristals mótaröðinni. Alls tóku í 85 þátt Mix mótaröðinni og 67 sem tóku þátt í Kristals mótaröðinni. Veitt var medalía fyrir þátttöku í a.m.k. einu móti í Mix mótaröðinni.

Í hvorri mótaröð þurfti að klára þrjú mót til að taka þátt í heildarkeppninni. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunasætin í hvorri mótaröð fyrir sig en einnig er hægt að smella á viðeigandi krækjur til að sjá árangur allra keppenda. 

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur, og þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum fyrir mjög ánægjulegt sumar. Vetraræfingarnar hefjast síðan 6. nóvember og er hægt að sjá upplýsingar og skráningu hér.

Heildarúrslit Mix – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – höggleikur

 

 

 

 

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top