Uppskeruhátíð barna og unglinga GKG verður haldin þann 5.október n.k. kl.18:00-20:00 í golfskálanum okkar. Boðið verður uppá pizzuveislu um leið og veitt verða verðlaun þeim einstaklingum sem þótt hafa skarað framúr á þessu tímabili og einnig fyrir Progolf- og barnamótaraðirnar. Þjálfarar munu kynna vetrarstarfið nánar en frí er frá öllum æfingum í október og vetraræfingar hefjast síðan í byrjum nóvember. Við hvetjum alla til þess að mæta og fagna saman.