Uppskeruhátíð barna og unglinga GKG verður haldin föstudaginn 8. september kl 18.00 að Gilsbúð 7 í Garðabæ, efri hæð, en þetta er húsnæði sem verið að undirbúa sem golfæfingahúsnæði sem við munum nýta í vetur. Boðið verður uppá pizzuveislu um leið og veitt verða verðlaun þeim einstaklingum sem þótt hafa skarað framúr á þessu tímabili og einnig fyrir Titleist mótaröðina okkar. Þjálfarar munu kynna vetrarstarfið og framtíðarsýn okkar og æfingatafla fyrir veturinn afhent. Frí er frá öllum æfingum í september en vetraræfingar barna og unglinga byrja frá og með 1. október.