Dagskrá dagsins verður eitthvað á þessa leið.

Mæting er í golfskálann klukkan 12:05 og staðan tekin ásamt því sem litið er yfir hópinn og sveitungar kynna sig fyrir hver öðrum.

12.30 Bændur ársins 2006 (Sem eru ófundnir enn), velja sér sína liðsmenn, kynna sína sýn vegna dagsins og hlúa að sínu fólki á þann hátt sem hann telur best. Hver bóndi undirbýr sína flokka eftir sinni bestu getu og tryggir árangur dagsins.

13.00 Bændaglíma hefst á öllum teigum. Leiknar verða 18 holur ef veður leyfir. Mótanefnd mun meta stöðuna á mótsdag. Keppnisfyrirkomulag er Florida Scramble og fjórir slá saman í mesta bróðerni þar sem allir í liðinu eru vinir. SKRÁNING STENDUR NÚ YFIR Á www.golf.is

ATHUGIÐ AÐ RÁSTÍMARNIR ERU TIL ÞESS GERÐIR AÐ FÓLK RAÐI SÉR OG SÍNUM SAMAN Í LIÐ. LIÐUM VERÐUR SÍÐAN SKIPT Á MILLI BÆNDA EFTIR STYRK HVERS LIÐS. ALLIR ERU RÆSTIR ÚT Á SAMA TÍMA.

18.00 Liðin vonandi komin í hús að 18 holum loknum.

19.00 Hátíðardagskrá.

Sigurvegarar í bændaglímunni heiðraðir með hefðbundnum hætti

Verðlaunaafhending fyrir Símamótaröð GKG 2006.

Holumeistari GKG 2006 krýndur.

Matur: Hangin bóndasteik úr reykofni vinabænda klúbbsins með uppstúf, grænum baunum og rauðkáli.

Skráning á golf.is. Leikmenn skrá sig saman í holl 4 saman í liði. Tímasetningar í rástímaskráningu hafa ekki þýðingu þar sem ræst er út á sama tíma af öllum teigum.

UPPSKERUHÁTÍÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Börn 15 ára og yngri greiða kr. 1.500,-
16 ára og eldri greiða kr. 3.000,-