Fjórða mót af sex í Egils Kristals mótaröð GKG fór fram á miðvikudag. Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem náðu verðlaunasætum, en heildarúrslit eru að finna á www.golf.is.

Í þetta sinn tóku 30 keppendur þátt.  Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Næsta Kristals mót fer fram 10. ágúst og fer skráning fram hér. Lokadagur skráningar er tveimur dögum fyrir mót. Viljum biðja þátttakendur að taka fram í skráningu ef þeir hyggjast leika af aftari teigum en það sem gefið er upp sjálfvirkt fyrir flokkinn.

Verðlaun í öllum flokkum voru eftirfarandi:

  1. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 10 æfingafötur
  2. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 7 æfingafötur
  3. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 5 æfingafötur

Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í öllum flokkum: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 10 æfingafötur

Allir keppendur fengu 3 æfingafötur og Egils Kristal í teiggjöf.

Hægt er að vitja vinninga í golfverslun GKG. Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir þátttökuna.

Úrslit í Egils Kristals móti nr. 4 – 27. júlí

Meistaraflokkur karla F9 S9 Samtals
1 Björgvin Smári Kristjánsson * GKG 20 17 37
Besta skor í höggleik
1 Björgvin Smári Kristjánsson * GKG 36 39 75
Unglingamótaröð GKG – Strákar 15-18 ára
1 Óðinn Hjaltason Schiöth * GKG 18 21 39
2 Dagur Þórhallsson * GKG 19 20 39
3 Sólon Baldvin Baldvinsson * GKG 18 19 37
Besta skor í höggleik
1 Sólon Baldvin Baldvinsson * GKG 40 40 80
Unglingamótaröð GKG – Strákar 14 ára og yngri
1 Sindri Snær Kristófersson * GKG 17 26 43
2 Vilhjálmur Eggert Ragnarsson * GKG 16 20 36
3 Óliver Máni Scheving * GKG 12 22 34
Besta skor í höggleik
1 Sindri Snær Kristófersson * GKG 45 36 81
Unglingamótaröð GKG – Stelpur 14 ára og yngri
1 Karen Sif Arnarsdóttir * GKG 17 18 35
2 Hulda Clara Gestsdóttir * GKG 16 15 31
3 Bjarney Ósk Harðardóttir * GKG 12 18 30
Besta skor í höggleik
1 Hulda Clara Gestsdóttir * GKG 42 44 86
Unglingamótaröð GKG – Stelpur 15-18 ára
1 Anna Júlía Ólafsdóttir * GKG 12 21 33
2 Íris Mjöll Jóhannesdóttir * GKG 15 18 33
3 María Björk Pálsdóttir * GKG 9 14 23
Besta skor í höggleik
1 Íris Mjöll Jóhannesdóttir * GKG 50 47 97
Meistaraflokkur kvenna
1 Ingunn Einarsdóttir * GKG 18 20 38
2 Elísabet Ágústsdóttir * GKG 12 17 29
3 Freydís Eiríksdóttir * GKG 12 12 24
Besta skor í höggleik
1 Ingunn Einarsdóttir * GKG 40 38 78