Um helgina lauk móti nr. 5 í púttmótaröð barna og unglinga GKG. Mótaröðin er opin öllum 18 ára og yngri sem eru í GKG. Í heildina eru 10 mót og gilda 6 bestu skorin. Veitt verða þrjú verðlaun í hverjum flokki fyrir besta heildarárangurinn. Síðastliðin laugardag var frábær þátttaka en þá mættu 55 keppendur. Hlynur Þór Haraldsson, þjálfari GKG, sér um mótin.

Næsta mót fer fram laugardaginn 26. febrúar kl 10-12 í Kórnum.

Úrslit eftir fimm hringi er hægt að sjá með því að smella hér. Keppendum var raðað eftir úrslitum í 5. umferð.