Nú fer að styttast í að púttmótaröð barna og unglinga ljúki, enda vorið farið að banka á dyrnar hjá okkur. Um helgina lauk áttunda mótinu af níu, og mættu 46 keppendur að þessu sinni.
Besta árangri náðu eftirfarandi krakkar, en úrslit allra er að finna hér.
Hlynur Þór tók nokkrar myndir og er hægt að skoða þær með því að smella hér.
Minnum svo á seinasta mótið, en það verður laugardaginn 28. apríl. Í framhaldi af því móti verður verðlaunaafhending fyrir besta samanlagðan árangur úr 5 bestu mótunum, en við veitum verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
12 ára og yngri stelpur | 14.apr |
Hulda Clara Gestdóttir | 30 |
12 ára og yngri strákar | 14.apr |
Viktor Markússon | 26 |
13 – 15 ára stúlkur | 14.apr |
Bergrós Fríða Jónasdóttir | 29 |
Ásthildur Lilja | 29 |
13 – 15 ára strákar | 14.apr |
Ásbjörn Freyr Jónsson | 25 |
16 – 18 ára piltar | 14.apr |
Sverrir Ólafur Torfason | 24 |
16 – 18 ára stúlkur | 14.apr |
Særós Eva Óskarsdóttir | 27 |