Í gær lauk fyrsta mótinu í Mix mótaröð barna og unglinga, en alls verða 4 mót í sumar. Góð stemning var hjá krökkunum þrátt fyrir nokkra bleytu og luku 32 keppni. Leikið var í fyrsta sinn á sérstökum gullteigum, sem eru framar á brautunum, en þó með vallarmati þannig að hægt er að leika til forgjafar. Þessir teigar henta mjög vel fyrir þau sem eru að byrja, án tillits til aldurs.

Hægt er að sjá úrslitin hér fyrir neðan, en heildarúrslit er að finna hér.

Fyrir hvern punkt umfram 18 þá lækkar forgjöfin um 0,5.

Vinningar voru eftirfarandi:

1.       sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 7 æfingafötur

2.       sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 5 æfingafötur

3.       sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 3 æfingafötur

Allir fá 3 æfingafötur í þátttökuverðlaun.

Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna í golfverslun GKG.

Hægt er að skoða myndir á casino Facebook síðu barna og unglingastarfs GKG með því að smella hér. Hvetjum alla til að “líka við” síðuna og fá þannig fréttir af barna- og unglingastarfi GKG.

Næsta mót fer fram 3. júlí og lokar alltaf fyrir skráningu tveimur dögum fyrir mót. Skráning í mótin fer fram á golf.is með því að smella hér.

Drengir 13-16 ára
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
1 Róbert Helgi Engilbertsson * GKG 24 9
2 Styrmir Máni Arnarsson * GKG 24 8
3 Kjartan Gauti Gíslason * GKG 24 3
Strákar 9 ára og yngri
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
1 Veigar Már Brynjarsson GKG 24 1
2 Arnar Daði Jónasson GKG 0
3 Emil Andri Jóhannsson GKG 0
Strákar 10-12 ára
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
1 Oliver Emil Kjaran Kjartansson * GKG 23 20
2 Sindri Snær Kristófersson * GKG 24 19
3 Róbert Leó Arnórsson * GKG 23 18
Stúlkur 10-12 ára
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
1 Jóhanna Huld Baldurs * GKG 32 7
2 Katrín Hörn Daníelsdóttir GKG 32 1
Stúlkur 9 ára og yngri
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
1 Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir GKG 0
Stúlkur 13-16 ára
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
1 Árný Eik Dagsdóttir * GKG 28 9