Þrjú púttmót í púttmótaröð barna og unglinga hafa farið fram, og hefur þátttakan verið mjög flott. Með því að smella á myndina má sjá úrslitin í mótunum sem farið hafa fram. Mótin eru haldin nær vikulega fram á vor en neðar má sjá fyrirkomulagið á mótunum og dagsetningar. Næsta mót verður haldið á laugardag n.k. og fer fram í Íþróttamiðstöðinni.

Hefja þarf leik í seinasta lagi 12:30 til að taka þátt.

Óþarfi er að skrá sig, bara mæta, og þátttaka er ókeypis fyrir alla. Það er sjálfsagt að bjóða vini/vinkonu með á þessi mót.
Mótaröðin stendur yfir vikulega í fjóra mánuði, fyrsta mótið 4. febrúar og seinasta í byrjun maí.
Alls verða 11 mót en 6 bestu mótin telja í heildarkeppninni.
Þrír aldursflokkar, kynjaskipt:
12 ára og yngri (fædd ´05 og síðar)
13-16 ára (fædd 04-01)
17 ára og eldri (fædd 00 og fyrr)
Einnig er keppt í opnum flokki foreldra/aðstandenda, kvenna og karla. Fjórir hringir af 11 gilda í heildarkeppninni hjá þeim.
Eftir seinasta mótið í vor verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu mætingu í mótin.
Þátttaka er ókeypis.
Mótsdagar eru eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):
Mótin fara fram hvern laugardag milli 11-13 í Íþróttamiðstöðinni. Hefja þarf leik í seinasta lagi 12:30.
4.feb 11.mar
11.feb 18.mar
18.feb 8.apr
25.feb 22.apr
4.mar 29.apr
6.maí

Umsjón:
Umsjón með mótunum hafa foreldrar barna sem eru á æfingum. Skorkort eru í golfverslun. Eftir hvert mót færir umsjónarmaður skor keppenda í sérstakt skjal eða skilar skorkortum til íþróttastjóra sem færir inn úrslit og birtir á heimasíðu GKG.
Helstu reglur í púttmótunum:
Mótin er 18 holur í hvert skipti, tveir 9 holu hringir.
Allir sem taka þátt í mótinu verða að hafa meðspilara sem skráir skor leikmanns.
Leikmaður og ritari þurfa að kvitta fyrir skráðu skori áður en skilað er inn til umsjónarmanns.
Tveir til þrír mega leika saman. Foreldrar mega leika með börnum sínum og skrá þá skorið fyrir barnið.
Skorkortið verður að vera fyllt út með nafni og fæðingarári.
Í byrjun hverrar brautar verður að stilla bolta upp við hliðina á teigmerki.
Klára verður hverja holu til að fá skor.
Eitt högg er í víti ef bolti snertir vegg.
Færa má bolta frá vegg þar til viðunandi staða er fengin, en þó ekki nær holu.