Íslandsmóti unglinga í U14 og U12 flokkum lauk í gær á Setbergsvellinum. 

Arnar Daði Svavarsson, GKG, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 13-14 ára drengja 2022. Til hamingju Arnar Daði! 

Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessum aldursflokki.

Arnar Daði lék á frábæru skori eða 6 höggum undir pari vallar, 201 höggum (73-66-71). Fjórir keppendur úr GKG röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Gunnar Þór Heimisson varð annar á -2 samtals, sem er frábært skor, (67-75-67). Benjamín Snær Valgarðsson, GKG, varð þriðji á +12 og Snorri Hjaltason, GKG, endaði í fjórða sæti á +14. Glæsilegur árangur!

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.

 

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 13-14 ára stúlkna 2022. Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessum aldursflokki.

Pamela Ósk lék á 233 höggum eða 17 höggum yfir pari, (81-76-76). Hún var sjö höggum á undan næsta keppenda. Vala María Sturludótti, GL, varð önnur á 240 höggum (85-80-75) og Ninna Þórey Björnsdóttir, GR, varð þriðja á 244 höggum (84-79-81).

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

 

 

Hjalti Kristján Hjaltason, GM, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik 2022 í flokki 12 ára og yngri í piltaflokki. Leiknir voru þrír 9 holu hringir í þessum aldursflokki.

Hjalti Kristján lék á 112 höggum eða 4 höggum yfir pari, (37-36-39). Hann var tveimur höggum á undan næsta keppenda. Björn Breki Halldórsson, GKG, varð annar á 114 höggum (38-39-37), og Halldór Jóhannsson, GK, varð þriðji á 117 höggum (41-39-37).

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

 

 

Elva María Jónsdóttir, GK, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik 2022 í flokki 12 ára og yngri í stúlknaflokki. Leiknir voru þrír 9 holu hringir í þessum aldursflokki.

Elva María lék á 133 höggum eða 25 höggum yfir pari, (50-41-42). Hún var átta höggum á undan næsta keppenda. María Högnadóttir, GSE, varð önnur á 141 höggi (46-48-47), og Ragna Lára Ragnarsdóttir, GR, varð þriðja á 147 höggum (48-51-48).

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

 

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur!