Þann 9. júlí fór fram annað mótið af fjórum í Mix mótaröð barna og unglinga. Veðrið lék aldeilis við keppendur, sem skemmtu sér hið besta í veðurblíðunni, en 26 keppendur luku keppni. Leikið var á gullteigum. Þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna!
Hægt er að sjá úrslitin hér fyrir neðan, en heildarúrslit er að finna hér.
Fyrir hvern punkt umfram 18 þá lækkar forgjöfin um 0,5.
Vinningar voru eftirfarandi:
1. sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 7 æfingafötur
2. sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 5 æfingafötur
3. sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 3 æfingafötur
Allir fengu 3 æfingafötur í þátttökuverðlaun og Mix eða Floridana. Ósótt þátttökuverðlaun og vinninga er hægt að sækja í golfverslun GKG.
Næsta mót fer fram 30. júlí. Skráning í mótin fer fram á gkg.is með því að smella hér.
| Úrslit í Mix móti nr. 2 | ||
| Drengir 13-16 ára | Punktar | |
| 1 | Kristofer Bergmann | 10 |
| 2 | Kristján Gunnarsson | 6 |
| Strákar 9 ára og yngri | ||
| 1 | Emil Örn Nilsen | 24 |
| 2 | Magnús Skúli Magnússon * | 16 |
| 3 | Magnús Ingi Hlynsson | 13 |
| Strákar 10-12 ára | ||
| 1 | Gústav Nilsson * | 20 |
| 2 | Jón Skúli Guðmundsson * | 18 |
| 3.-4. | Valtýr Páll Stefánsson | 16 |
| 3.-4. | Arnar Daði Jónasson * | 16 |
| Stúlkur 10-12 ára | ||
| 1 | Hrefna Karen Pétursdóttir * | 16 |
| 2 | Birgitta Sóley Birgisdóttir * | 10 |
| 3 | Irene Petra Obono Anda | 8 |