Í gær fór fram annað mótið af fjórum í Mix mótaröð barna og unglinga. Í mótinu tóku 37 keppendur þátt og voru aðstæður góðar. Úrslitin eru hér fyrir neðan, og óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn, og öllum keppendum þökkum við fyrir þátttökuna og vonum að allir hafi haft gaman af og mæti í næsta mót. Heildarúrslitin verða send á netföng keppenda.
Fyrir hvern punkt umfram 18 þá lækkar forgjöfin um 0,5.
Vinningar voru eftirfarandi:
1. sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 7 æfingafötur
2. sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 5 æfingafötur
3. sæti: 1 bíómiði frá Laugarásbíó og 3 æfingafötur
Allir fá 3 æfingafötur í þátttökuverðlaun.
Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna í golfverslun GKG.
Yngvi og Daníel sem ræstu keppendur út voru einnig duglegir að taka myndir af keppendum. Hægt er að skoða myndir á Facebook síðu barna og unglingastarfs GKG með því að smella hér. Hvetjum alla til að “líka við” síðuna og fá þannig fréttir af barna- og unglingastarfi GKG.
Næsta mót fer fram 18. júlí og lokar alltaf fyrir skráningu tveimur dögum fyrir mót. Skráning í mótin er hér.
| Úrslit Mix mótaröð 4. júlí – mót nr. 2 | ||||
| 9 ára og yngri stúlkur | Fgj. | Punktar | Ný forgjöf | |
| 1. | Birgitta Sóley Birgisdóttir | 52 | 33 | 44,5 |
| 2. | Katrín Þórðardóttir | 54 | 13 | 54 |
| 10-12 ára stúlkur | Fgj. | Punktar | Ný forgjöf | |
| 1. | Eva María Gestsdóttir | 39 | 20 | 38,4 |
| 2. | Hafdís Ósk Hrannarsdóttir | 54 | 13 | 54 |
| 3. | Andrea Ingimarsdóttir | 54 | 10 | 54 |
| Drengir 9 ára og yngri | Fgj. | Punktar | Ný forgjöf | |
| 1. | Jóhannes Sturluson | 46 | 31 | 39,5 |
| 2. | Oliver Kjaran | 47 | 29 | 41,5 |
| 3. | Gísli Gottskálk Þórðarson | 48 | 26 | 44 |
| Drengir 10-12 ára | Fgj. | Punktar | Ný forgjöf | |
| 1. | Eyþór Ernir Magnússon | 54 | 26 | 50 |
| 2. | Breki G. Arndal | 34,5 | 18 | 34,5 |
| 3. | Arnar Geir valtýsson | 50,5 | 16 | 50,5 |
| Drengir 13-16 ára | ||||
| 1. | Arnar Jökull Laxdal | 54 | 5 | 54 |