Áttunda og næst seinasta púttmót barna og unglinga lauk í gær í Íþróttamiðstöðinni og tóku 23 krakkar þátt í þetta sinn. Greinilegt er á skorum að nýja púttflötin er talsvert erfiðari en sú í Kórnum, enda mun meira landslag. Það er þó ljóst að þessi flöt mun hjálpa kylfingum að ná betri tökum á púttum, enda er flötin nær því sem gengur og gerist á völlunum.

Hægt er að sjá árangur efstu í hverjum flokki hér fyrir neðan, en til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér. Ef þið sjáið einhverjar rangfærslur þá sendið póst á ulfar@gkg.is

Seinasta púttmótið fer fram laugardag 7. maí – í Íþróttamiðstöðinni. Hægt er að hefja leik milli 11-12:45 og er þátttaka ávallt ókeypis. Það er líka sjálfsagt að bjóða vini/vinkonu með og prófa að taka pútthring.

12 ára og yngri stelpur 04 og síðar 23.apr
Bjarney Ósk 38
Elísabet Sunna Scheving 43

12 ára og yngri strákar 04 og síðar 23.apr
Jóhannes Sturluson 32
Róbert Leó 34
Óliver Elís 34

13-16 ára stelpur 03-00 23.apr
Herdís Lilja 30
Eva María 34
Karen Sif 34

13-16 ára strákar 03-00 23.apr
Magnús Friðrik 32
Viktor Snær 34
Flosi 34
Rafnar 34

17 ára og eldri strákar 99 og fyrr 23.apr
Jóel Gauti 31
Gunnar Blöndahl 33
Sólon Baldvin 35