Í gær fór fram Nettó Áskorendamótið í GKG á 9 holu vellinum Mýrinni. Frábær þátttaka var í mótinu en alls mættu 85 kylfingar til leiks, 53 í 12 ára og yngri flokkum og 32 í 14 ára og yngri flokkum. Áskorendamótið er ætlað þeim ungu kylfingum sem eru að stíga fyrstu skrefin í keppnisþátttöku.

Erfiðar aðstæður voru þar sem íslenskt rok og rigning setti svip sinn á mótið, en óhætt er að segja að keppendur hafi staðið sig eins og hetjur og eiga mikið hrós skilið fyrir jákvæðni og þrautseigju.

Í mótslok var boðið upp á pylsuveislu og fengum við aðstoð stjörnukylfinganna Ólafíu Þórunnar og Birgis Leifs við afhendingu verðlauna.

Heildarúrslit mótsins er hægt að skoða hér, en verðlaunahafar voru eftirfarandi:

10 ára og yngri drengir
1 Ingimar Jónasson, GR 47
2 Kristinn Sturluson, GKG 51
3.-5. Ingi Rafn William Davíðsson, GS 52
3.-5. Ásgeir Páll Baldursson, GM 52
3.-5. Sölvi Berg Auðunsson, GS 52

10 ára og yngri stúlkur
1 Guðrún Fanney Briem,  GKG 78

12 ára og yngri drengir
1 Benedikt Líndal Heimisson GR 48
2 Benedikt Sveinsson blöndal GR 50
3 Arnar Bjarki Ásgeirsson GS 51

12 ára og yngri stúlkur
1 Embla Hrönn Hallsdóttir GKG 54
2 Rakel Eva Kristmannsdóttir GKG 55
3 Elísa Rún Róbertsdóttir GM 59

12 ára og yngri, frá vinstri: Úlfar, Benedikt Líndal, x, Rakel Eva, Embla, Guðrún, Ólafía, Benedikt Sv., Birgir Leifur, Kristinn, Ingimar, Arnar Bjarki, Ingi Rafn, Sölvi 

Úrslit í flokkum 14 ára og yngri og 15-18 ára. Keppnin var stytt úr 18 holum í 9 holur vegna veðurs.

14 ára og yngri drengir
1 Andri Erlingsson GV 42
2 Snorri Hjaltason GKG 43
3.-4. Elís Þór Aðalsteinsson GV 48 
3.-4. Pétur Orri Pétursson NK 48

14 ára og yngri stúlkur
1 Elva María Jónsdóttir GK 62
2 Díana Ósk Ævarsdóttir GKG 63
3 Ísabella Björt Þórsdóttir GM 74

15-18 ára og yngri drengir
1.-2. Þorbjörn Egill Óskarsson GR 63
1.-2. Daníel Orri Þorsteinsson GKG 63

 

Frá vinstri: Birgir Leifur, Elís Þór, Pétur Orri, Andri, Snorri, Ástrós og Úlfar

 

Frá vinstri: Birgir Leifur, Elva María, Ísabella Björt, Díana, Ástrós og Úlfar

 

 

Frá vinstri: Þorbjörn Egill, Daníel Orri, Ástrós og Úlfar

Við þökkum keppendum og aðstandendum kærlega fyrir þátttökuna.

Fleiri myndir frá mótinu og verðlaunaafhendingu er hægt að nálgast hér.