Hinu árlega Niðjamóti lauk í gær en það er hefð fyrir því að mótið sé undanfari Meistaramótsins. Mótið var hið glæsilegasta og fór ágóðinn af mótinu í barna- og unglingastarf GKG.

Úrslitin voru eftirfarandi:

1. sæti: Anna Júlía Ólafsdóttir og Ólafur Jónsson 44 punktar
2. sæti: Darri Gunnarsson og Gunnar Karl Karlsson 43 punktar
3. sæti: Þórhallur Sverrisson og Dagur Þórhallsson 42 punktar
4. sæti: Róbert Leó Arnórsson og Arnór Gunnarsson 41 punktur
5. sæti: Ragnar Áki yngri og Ragnar Áki Ragnarsson 40 punktar (22 á seinni)
6. sæti: Hjalti Harðarson og Hörður Jóhannesson 40 punktar (21 á seinni)
7. sæti: Gestur Þórisson og Eva María Gestsdóttir 39 punktar

Einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautir vallarins.

Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með greensome fyrirkomulagi, sem felur í sér að báðir slá af teig og skiptast síðan á, þannig að sá sem ekki á upphafshögg slær annað högg og síðan til skiptis þar til bolti liggur í holu eða punktar eru búnir. Lið voru þannig skipuð að annar liðsmaður var afkomandi hins eða tengdabarn. Mótsstjórn getur samþykkt annars konar fjölskyldutengsl. Forgjöf liðs var 40% af leikforgjöf þess sem hærri hafði forgjöfina og 60% af forgjöf þess sem lægri hafði hana.

Anna og Ólafur ásamt Gunnari formanni íþróttanefndar

Gunnar Karl og Darri 

 

Þórhallur og Dagur

Arnór og Róbert Leó

Áki jr. og Ragnar Áki

Hjalti og Hörður 

 

Gestur og Eva