Vetraræfingum barna- og unglinga í GKG lauk formlega um seinustu helgi með seinustu umferðunum í púttmótaröð sem haldin hefur verið annan hvern laugardag í Kórnum.
Um það bil 100 krakkar frá 7-18 ára hafa æft golf í Kórnum frá því í nóvember en samhliða því hafa verið haldin púttmót sem vakið hafa mikla lukku og þátttaka verið frábær, sérstaklega hjá yngri flokkunum. Um helgina var haldið sérstakt Páskaeggjapúttmót og gaf Sælgætisgerðin Góa páskaegg í verðlaun. Um leið lauk púttmótaröðinni en alls voru leiknir 10 hringir í vetur, og töldu 6 bestu skorin í hverjum flokki.
Að mótinu loknu var verðlaunaafhending í golfskála GKG og var þá kynnt vor og sumarstarfið, en æfingar halda áfram með óbreyttu sniði þangað til skólum lýkur, en 6. júní tekur við sumaræfingatafla og þurfa GKG krakkar að skrá sig á æfingarnar á heimasíðu GKG. Sumaræfingataflan verður væntanlega tilbúin í lok þessarar viku og verður hún kynnt og auglýst hvenær hægt er að skrá á æfingar.
Til að skoða úrslit úr Páskaeggjamótinu smelltu hér.
Til að skoða úrslit úr Púttmótaröð barna og unglinga smelltu hér.
Til að skoða myndir úr púttmótinu og verðlaunaafhendingu smelltu hér.
Við óskum öllum til hamingju með árangurinn og þökkum kærlega fyrir frábæra þátttöku í vetur, þessi mótaröð er komin til að vera. Þau sem komust ekki á verðlaunaafhendinguna til að taka við verðlaunum sínum geta sótt þau á skrifstofutíma uppí golfskála til Guðrúnar.
Minnum á að æfingatími helst óbreyttur þangað til skólum lýkur, og æfingar verða áfram í Kórnum þangað til annað kemur í ljós, en blessuð vorblíðan ætlar heldur betur að láta bíða eftir sér. Þetta gerir það að verkum að æfingasvæðið er allt of blautt svo hægt sé að opna þar.
Að lokum viljum við þjálfarar þakka öllum sem stundað hafa æfingar af kappi í vetur. Æfingar hafa gengið mjög vel og verður spennandi að sjá framfarir í sumar.
Bestu kveðjur,
Úlfar, Derrick, Hlynur og Simmi