Í gær fór fram þriðja mótið af sex í V Sport Unglingamótaröð GKG. Margir náðu flottum árangri og yfir 40 punktar sáust frá fjórum kylfingum, þannig að forgjöf þeirra lækkaði verulega, sem er vel af sér vikið. Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem náðu verðlaunasætum, en heildarúrslit eru að finna á www.golf.is.

Næsta mót fer fram 17. júlí og fer skráning fram hér. Lokadagur skráningar er tveimur dögum fyrir mót.

Verðlaun í öllum flokkum voru eftirfarandi:

  1. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 10 æfingafötur
  2. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 7 æfingafötur
  3. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 5 æfingafötur

Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í öllum flokkum: Einn bíómiði í Laugarásbíó

Allir keppendur fengu 3 æfingafötur í teiggjöf.

Hægt er að vitja vinninga í golfverslun GKG. Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir þátttökuna.

 

Unglingamótaröð GKG – Strákar 15-18 ára
F9 S9 Alls
1 Ásbjörn Freyr Jónsson GKG 22 20 42
2 Pétur Ingi Hauksson GKG 21 19 40
3 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 19 20 39
 
Besta skor
1 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 37 36 73
 
Unglingamótaröð GKG – Strákar 14 ára og yngri
F9 S9 Alls
1 Jón Gunnarsson GKG 20 23 43
2 Andrés Daníel Helgason GKG 24 17 41
3 Almar Viðarsson GKG 21 18 39
 
1 Jón Gunnarsson GKG 40 37 77
2 Bragi Aðalsteinsson GKG 37 40 77
Jón var með betri árangur á seinni níu.
 
Unglingamótaröð GKG – Stelpur 14 ára og yngri
F9 S9 Alls
1 Margrét Einarsdóttir GKG 21 14 35
2 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 15 15 30
3 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 19 11 30
 
Besta skor
1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 53 56 109
 
 
Unglingamótaröð GKG – Stelpur 15-18 ára
F9 S9 Alls
1 Helena Kristín Brynjólfsdóttir GKG 19 20 39
2 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 14 20 34
3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 16 18 34
 
Besta skor  
1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 42 40 82