Í dag lauk Ecco minningarmóti GKG sem er til styrktar barna-, unglinga-, og afreksstarfi klúbbsins.
GKG þakkar kærlega fyrir stuðninginn en 160 keppendur voru skráðir til leiks og áttu góðan dag á Leirdalsvellinum í nánast logni þó vökvunarkerfið í efra hafi farið af og til í gang.
Leikið var í fyrsta sinn inn á nýju 18. flötina og það komu bara ein- og tvípútt ?
Úrslit urðu eftirfarandi:
Besta skor kvenna í höggleik: Erna Steina Eysteinsdóttir GR, 76 högg
Besta skor karla í höggleik: Birgir Leifur Hafþórsson GKG, 62 högg. Þetta er vallarmet á Leirdalsvelli af teigum 54!
Punktakeppni – kvennaflokkur:
1 Ragnheiður Ragnarsdóttir GO 41 punktar
2 Ragnheiður H Ragnarsdóttir GKG 40 punktar
3 Heiða Jóna Hauksdóttir GKG 39 punktar
Árangur á seinni níu skar úr um úrslit
4 Erna Steina Eysteinsdóttir GR 39
5 Ágústa Guðmundsdóttir GKG 39
Punktakeppni – karlaflokkur:
1 Bragi Þorsteinn Bragason GO 42 punktar
2 Gunnlaugur Sighvatsson GM 40 punktar
3 Ríkharð Óskar Guðnason GK 40 punktar
Nándarverðlaun:
2. hola – Símon Kristjánsson 304 cm
4. hola – Sigmundur Einar Másson 49 cm
9. hola – Heiða Hauksdóttir 110 cm
11. hola – Birgir Leifur Hafþórsson 326 cm
13. hola – Þorsteinn Þórsson 110 cm
17. hola – Steingrímur Sigurgeirsson 29 cm
“Iss ég para bara næstu” verðlaunin
Þeir kylfingar sem fengu skolla eða meira á 15. holu og fengu par á 16. fóru í pott sem dregið var úr. Alls fóru 21 kylfingur í pottinn.
“Iss ég para bara næstu” hlaut Magnús Orri Sæmundsson
Ósótta vinninga er hægt að sækja á skrifstofu GKG á opnunartíma skrifstofu (8-17 virka daga)
![](https://gkg.is/wp-content/uploads/2022/09/20220910_193701-1024x768.jpg)
Iss ég para bara næstu verðlaunin: Magnús Orri. Þorleifur Ingi sá um að draga. Ásta Kristín formaður mótanefndar GKG og Úlfar íþróttastjóri
![](https://gkg.is/wp-content/uploads/2022/09/20220910_111127-scaled-e1662842739273-1024x765.jpg)
Leifur Viðarsson og Guðmundur Sigfússon voru í fyrsta hollu og því fyrstir til að spreyta sig á 18. flötinni
![](https://gkg.is/wp-content/uploads/2022/09/IMG_1185-1024x768.jpg)
Sigurgeir Steingrímsson púttar á nýju 18. flötinni. Helga dóttir og Steingrímur sonur fylgjast með gamla.