ÓVISSUFERÐ GKG kvenna 7. ágúst sl. úrslit

Miðvikudaginn 7. ágúst 2013 fóru GKG konur í óvissuferð.  Lagt var af stað um kl. 10:00. Ferðinni var heitið til Grindavíkur og voru leiknar 18 holur á Húsatóftavelli. Spáin var ekki góð 12 m/sek og rigning og þátttaka í minna lagi eða 42 konur. Veðrið reyndist mun betra en veðurfræðingarnir spáðu og náðum við að ljúka leik áður en byrjaði að rigna. Völlurinn var í góðu ástandi og einstaklega vel hirtur en mörgum þóttu flatirnar erfiðar. Að leik loknum fengum við frábærar súpur og brauð að hætti heimamanna. Áttum við góða stund í golfskála þeirra Grindvíkinga. Að lokinni verðlaunaafhendinu var ekið í bæinn og komum við heim um kl. 19:00.

Eftirtaldar konur unnu til verðlauna:

 

  1. Fríða Aðalheiður Sæmundsdóttir, 32 punkta og fékk hún boðsmiða á Hvaleyrarvöll hjá GK
  2. Ingigerður Eggertsdóttir, 30 punkta og fékk hún boðsmiða á Urriðavöll hjá GO
  3. Inga Lára Pétursdóttir, 29 punkta og fékk hún boðsmiða á Húsatóftavöllinn hjá GG

 

Nándarverðlaun á 2. braut:       Katla Kristjánsdóttir

Nándarverðlaun á 5. braut:       Siggerður Þorvaldsdóttir

Nándarverðlaun á 7. braut:       Guðbjörg Ögmundsdóttir

Nándarverðlaun á 18. braut:     Linda B. Pétursdóttir

 

Lengsta upphafshögg á 14. braut        Hafdís Ingimundardóttir

Allar fengur þær konfektkassa frá INNNES

Teiggjafir voru drykkjarvörur frá Ölgerðinni.

Við þökkum starfsmönnum GG og GKG sérstaklega fyrir veitta aðstoð við þessa ferð en þau stóðu sig frábærlega.

Næsta mót verður Hatta- og kjólamótið og verða spilaðar 9 holur á Mýrinni þriðjudaginn 27. ágúst nk. Leikið verður með eina kylfu og pútter. Að venju verða veitt verðlaun til best klæddu konunnar og einnig verða veitt verðlaun fyrir flottasta hattinn. Hver þátttakandi kemur með vinning á um kr. 1.000-1.500.

Unnt verður að skrá sig í mótið í næstu viku.

 

Kvennanefndin