Það var frábært veður í púttmótinu í dag í kringum 20 stiga hiti og sólin skein bjart
Þó svo völlurinn var settur upp í mikið landslag sem reyndi á taugarnar, þá létu flestir það ekki hafa áhrif á góða spilamennsku. Það spreyttu sig 18 kylfingar við grimmann völlinn og eftirfarandi var niðurstaðan:
Emil Þór Ragnarsson kom sá og sigraði á FRÁBÆRU skori eða 11 undir pari (25 högg) sem er ótrúlegur
árangur miðað við hversu grimmur völlurinn var. Næst á eftir voru þeir Ólafur Sigurðsson og Daníel Hilmarsson jafnir á 8 undir pari (28 högg) þar sem Ólafur hafði betur á seinni níu holunum með aðeins 13 pútt gegn 15 pútt Daníels.
1. Emil Þór Ragnarsson – 25 högg
2. Ólafur Sigurðsson – 28 högg
3. Daníel Hilmarsson – 28 högg
Hægt er að sjá úrslit úr áttunda mótinu með því að smella hér. Til að skoða heildarstöðuna smelltu þá hér.
Nú eru aðeins 2 púttmót eftir þannig það munar um fá tvo góða hringi inn í heildarskorið uppá stigameistara titilinn!
Síðustu tveir pútthringirnir verða settir upp í léttari kantinum til að bjóða uppá meiri spennu í heildarkeppninni!
Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GKG hjá Guðrúnu virka daga frá 8-16.
Þökkum stuðninginn
Alfreð Kristinsson