Fimmta púttmóti í mótaröð GKG í Kórnun lauk á sunnudag og mættu 35 til leiks. “Holustaðsetningar” voru erfiðari en í seinustu viku og var skor keppenda því almennt hærra að þessu sinni. Ekki var hægt að kenna veðrinu um, enda alltaf logn og blíða í Kórnum.

Úrslit efstu manna voru á þessa leið:

1 Gunnar Páll Þórisson 28
2 Ólafur Sigurðsson 29
3 Gunnar Árnason 29
4 Emil Þór Ragnarsson 29
5 Daníel Hilmarsson 29

Eins og sést voru fjórir jafnir í öðru sæti, en Ólafur var með besta árangurinn á seinni níu, síðan Gunnar Árna, og hljóta þeir því 2. og 3. verðlaun. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GKG til Guðrúnar á skrifstofutíma.

Úrslit allra keppenda í fimmta móti er hægt að sjá með því að smella hér. Smelltu hér til að sjá úrslit úr öllum mótunum.

Mótin eru til styrktar afreksstarfi GKG og þökkum við fyrir þátttökuna og jafnframt minnum á næsta mót á sunnudag, en hægt er að hefja leik kl. 12:00-14:30.