Það var góð stemmning í fyrsta púttmóti GKG í Kórnum í ár, alls komu 36 kylfingar í mótið.

Það voru þeir Emil Þór Ragnarsson GKG og Aron Atli Sigurðarsson GR, sem áttu besta hringinn; 24 högg eða 12 undir pari sem er frábær árangur hjá þessum efnilegu kylfingum. Eftir að hafa skoðað seinni níu holurnar þá voru þeir félagar enn jafnir á 13 höggum, svo var litið á síðustu 6 holurnar, en þar hafði Emil vinninginn á 8 höggum en Aron á 9 höggum.  Í þriðja sæti kom reynsluboltinn Þorsteinn Reynir Þórsson úr GKG einu höggi á eftir strákunum eða á 25 höggum 11 undir pari.

Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin voru eftirfarandi, og er hægt að sækja þau til Guðrúnar í golfskála GKG, frá 8-16 virka daga.

  1. Boltakort á æfingasvæði GKG að verðmæti kr. 5.000
  2. Boltakort á æfingasvæði GKG að verðmæti kr. 3.000
  3. Bíómiðar fyrir tvo í Laugarásbíó

Verðlaun eru veitt fyrir samanlagðan árangur úr 4 bestu mótunum, fyrir 3 efstu sætin.

Úrslit allra keppenda má sjá hér.

Þetta var sannarlega dagur feðganna, þar sem var háð spennandi barátta og synirnir höfðu oftast vinninginn. Þeir feðgar Emil Þór og Ragnar Þór Ragnarsson háðu spennandi einvígi sín á milli þar sem Ragnar bar sigur úr býtum í samanlögðu skori beggja hringja, en í mótinu sjálfu gilti betri hringurinn.

Gabríel Rökkvi Brjánsson 13 ára kylfingur kom í púttmótið með pabba sínum Brjáni. Þetta var þriðja skiptið í röð sem hann sló föður sínum Brjáni við í feðgakeppninni, en Gabríel fór hringinn á 26 höggum.

Púttmótaröð GKG er til styrktar afreksstarfi klúbbsins. F.h. afrekskylfinga GKG vil ég koma á framfæri kærum þökkum fyrir þátttökuna og minni á næsta mót á sunnudag.

Alfreð Kristinsson