Í gær lauk öðru mótinu af sex í Egils Kristals mótaröð GKG. Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem náðu verðlaunasætum, en heildarúrslit eru að finna á www.golf.is.

Fínasta þátttaka var en um 40 krakkar kepptu. Árangurinn hjá mörgun var mjög góður eins og sjá má, það er greinilegt að vel hefur verið æft í vetur og vor.

Næsta Kristals mót fer fram 8. júlí og fer skráning fram hér. Lokadagur skráningar er tveimur dögum fyrir mót.

Verðlaun í öllum flokkum voru eftirfarandi:

  1. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 10 æfingafötur
  2. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 7 æfingafötur
  3. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 5 æfingafötur

Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í öllum flokkum: Einn bíómiði í Laugarásbíó

Allir keppendur fengu 3 æfingafötur og Egils Kristal í teiggjöf.

Hægt er að vitja vinninga í golfverslun GKG. Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir þátttökuna.

Egils Kristals mótaröðin – nr. 2

Meistaraflokkur kvenna F9 S9 Samtals punktar
1 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 18 22 40
2 Elísabet Ágústsdóttir GKG 22 18 40
3 Helena Kristín Brynjólfsdóttir GKG 18 15 33

Besta skor í höggleik
1 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 40 36 76

Meistaraflokkur karla
1 Yngvi Sigurjónsson GKG 19 21 40
2 Emil Þór Ragnarsson GKG 16 20 36
3 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 18 16 34

Besta skor í höggleik
1 Emil Þór Ragnarsson GKG 38 35 73

Unglingamótaröð GKG – Strákar 15-18 ára
1 Logi Tómasson GKG 24 22 46
2 Hilmar Snær Örvarsson GKG 22 20 42
3 Magnús Friðrik Helgason GKG 18 23 41
4 Dagur Þórhallsson GKG 19 22 41

1 Magnús Friðrik Helgason GKG 40 35 75

Unglingamótaröð GKG – Strákar 14 ára og yngri
1 Jón Þór Jóhannsson GKG 19 24 43
2 Óliver Máni Scheving GKG 20 23 43
3 Breki Gunnarsson Arndal GKG 19 20 39
4 Viktor Snær Ívarsson GKG 19 20 39

1 Jón Gunnarsson GKG 36 41 77

Unglingamótaröð GKG – Stelpur 14 ára og yngri
1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 20 23 43
2 Eva María Gestsdóttir GKG 19 23 42
3 Katla Björg Sigurjónsdóttir GKG 15 25 40

1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 43 40 83

Unglingamótaröð GKG – Stelpur 15-18 ára
1 Helga María Guðmundsdóttir GKG 17 15 32
2 Íris Mjöll Jóhannesdóttir GKG 10 16 26

1 Íris Mjöll Jóhannesdóttir GKG 66 59 125