Í dag er 7. og lokadagur meistaramótsins og í kvöld krýnum við Klúbbmeistara GKG 2022.
- Meistaraflokkur kvenna ræsir út á bilinu 12:30 til 12:27 og kemur í hús milli kl. 16:00 og 16:27
- Meistaraflokkur karla ræsir út á bilinu 12:36 til 13:48 og kemur í hús milli kl. 17:06 og 18:18
Sigurvegararnir í fyrra eru í lykilstöðu fyrir lokadaginn í ár, en í karlaflokki leiðir Sigurður Arnar með 5 höggum á Aron Snæ. Egill Ragnar hefur verið að sauma að efstu mönnum eftir tvo frábæra seinustu hringi og er kominn í þriðja sæti, einu á eftir Aroni og sex á eftir Sigurði.
Í kvennaflokki er Anna Júlía komin með aðra hönd á bikarinn, en frábær þriðji hringur kom henn í 15 högga forskot. Mikil spenna er um annað sætið en Katrín Hörn (18 ára) á tvö högg á Elísabetu (15 ára) og sex högg á Gunnhildi (17 ára).
Skoðaðu stöðuna í öllum flokkum hér
Hér eru áætlaðir rástímar fyrir lokadaginn í öllum flokkum:
Metþátttaka var í Meistaramótinu okkar í ár, en alls hófu 466 keppendur leik (327 karlar og 139 konur). Eins og ávallt hefur stemningin verið góð og mótið gengið vel að langmestu leyti.
Marinó Már myndasmiður heldur áfram að safna flottum myndum af keppendum, sjá hér.
Við hvetjum félagsmenn til að koma á völlinn og fylgjast með okkar bestu kylfingum leika áfram frábært golf!
Einnig er frábær stemning í klúbbhúsinu og margt um að vera, t.d.:
- Bein lýsing á skjám í Mulligan.
- Eðal matur á matseðlinum hjá Mulligan, mælum með Meistaramóts Brunch disknum þeirra
- Lager útsala ÍSAM í proshop á efri hæð, stútfull búð af Footjoy og Ping fötum, skóm og kylfum á alvöru lagerútsöluverðum.