Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda innanfélagsmót, “Lokamótið“ sama dag. Þátttökurétt í Lokamótinu höfðu þau sem tekið höfðu þátt í Liða- og/eða Holukeppninni í sumar. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í VITA mánudagmótaröðinni sem fer fram allt sumarið.
Sigurvegarar Liðakeppni GKG er Jimenez liðið en þeir lögðu stelpurnar í Sláandi 2,5 gegn 0,5 vinningi í úrslitaviðureigninni þar sem leikinn er einn fjórleikur og tveir tvímenningar, líkt og í öllum leikjum sumarsins.
Í keppninni um bronsið sigraði Pray for birdies eftir góða rimmu við Skotturnar.
Í sigurliði Jimenes voru: Daði Hannesson, Davíð Stefán Guðmundsson , Elmar Þorbergsson, Jón Sigurðsson, Njörður Árnason, Pálmi Jónsson, Pálmi Þór Gunnarsson, Ragnar Þórður Jónasson
Lið Sláandi skipuðu: Hansína Þorkelsdóttir, Helga Þorvaldsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Irena Árdís Óskarsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Kristín Þórisdóttir, Ragnheiður Stephensen
Í liði Pray for birdies sem hlutu þriðja sætið skipuðu: Baldur Bragason, Ellert Guðjónsson, Hallmundur Albertsson, Óskar Örn Jónsson, Rafn Hilmarsson, Sigfús Örvar Gizurarson, Sigurður Guðjónsson, Snorri Einarsson
Allar upplýsingar um fyrirkomulag Liðakeppnina má finna hér.
Holukeppni GKG er elsta innanfélagsmót GKG, sett á laggirnar strax við stofnun klúbbsins af Gunnlaugi Sigurðssyni.
Holukeppni GKG hefur þróast í gegnum árin og var til að byrja með keppt einungis um Holumeistaratitil klúbbsins. Til þess að auka þátttöku kvenna var keppninni skipt í karla- og kvennaflokk árið 2019 og jókst þátttaka kvenna til muna. Árið 2020 var flokkur kvenna og karla, en sigurvegarar úr hvorum flokki keppa nú um titilinn Holumeistari GKG á lokadegi mótahalds GKG.
Kvennaflokkur
1. sæti Sigríður Ólafsdóttir vann Valgerði 5/4
2. sæti Valgerður Ólafsdóttir
3. sæti Lilja Þorvarðardóttir vann Kolbrúnu Ólafsdóttur 2/1 sem hafnar þá í 4. sæti
Karlaflokkur
1. sæti Mario Ingi Martel lagði Arnór 4/3
2. sæti Arnór Árnason
3. sæti Sturla Rafn Guðmundsson eftir leik við Togga sem endaði 4/3
Holumeistari GKG
Sigríður Ólafsdóttir sigraði Mario Inga Martel eftir æsispennandi úrslitaleik 1/0
Sjá hér fjölda mynda eftir sumarið frá Liða- og Holukeppninni
VITAgolf mánudagsmótaröð GKG var leikin 12 mánudaga í sumar, það fyrsta 20. maí og það seinasta 12. ágúst. Fjórir bestu hringirnir töldu í heildarkeppninni. Glæsilegir ferðavinningar frá VITAgolf voru fyrir sigurvegara í karla- og kvennaflokki.
Metþátttaka var í sumar en alls tóku 163 karlar og 77 konur þátt í a.m.k. einu móti.
Úrslitin í kvennaflokki urðu þannig:
1. Sólrún Halldórsdóttir 163 punktar ( 42, 40, 40, 41)
2. Áslaug Sigurðardóttir 161 punktur (41, 41, 40, 39)
3. Helga Þórdís Guðmundsdóttir 157 punktar (38, 41, 39, 39)
Hér er hægt að skoða stigalista kvenna í VITAgolf mánudagsmótaröðinni.
Úrslitin í karlaflokki eru:
1. sæti Andri Þór Jónsson 167 (41, 45, 41, 40)
2. sæti Þór Sigurþórsson 167 (46, 42, 39, 40)
3. sæti Árni Kristinn Gunnarsson 161 (45, 36, 39, 41)
Tveir síðustu hringir sem töldu voru notaðir til að skera úr um úrslit og var Andri Þór með 81 punkt en Þór 79 punkta.
Hér er hægt að skoða stigalista karla í VITAgolf mánudagsmótaröðinni.
Allar upplýsingar um fyrirkomulag VITAgolf mánudagsmótaraðarinnar má finna hér.
Lokamótið – punktakeppni í karla- kvennaflokki
Alls tóku 35 karlar og 26 konur þátt í Lokamótinu og urðu úrslitin eftirfarandi:
Karlaflokkur
- sæti Gísli Heiðar Bjarnason 40
- sæti Þórhallur Sverrisson 37
- sæti Rúnar Jónsson 35
Kvennaflokkur
- sæti Svala Vignisdóttir 42
- sæti Kristrún Sigurðardóttir 37
- sæti Elísabet Þórdís Harðardóttir 36
Nándarverðlaun hlutu:
2. holu: Vignir Þ Hlöðversson 220 sm
4. holu: Sóley Valdimarsdóttir 97 sm
9. holu: Helgi Már Halldórsson 285 sm
11. holu: Brynjar Sverrisson 81 sm
13. holu Ingibjörg Steinþórsdóttir 156 sm
17. holu: Eyþór K Einarsson 184 sm
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur í sumar! Ósótta vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu GKG á opnunartíma kl. 9-16.
Við minnum á að enn eru þrír stórir viðburðir eftir á tímabilinu. Lokamót kvenna 14. sept, Ecco minningarmótið til styrktar æfingaferð barna/unglingastarfsins og loks Bændaglíman 28. sept.
Áfram GKG!