Heimild til að keppa um þátttöku í holukeppninni einnig mánudaginn 27. júní

Nú stefnir í góða þátttöku í úrtökumótinu fyrir Holukeppni GKG á sunnudag. Þó hefur komið í ljós að ýmsir höfðu fullan hug á að taka þátt í mótinu, en höfðu ekki tök á að mæta í úrtökumótið sunnudaginn 26. júní, m.a. vegna þess að þeir eru að keppa undir merkjum klúbbsins á öðrum vettvangi þennan sama dag.

Því hefur verið ákveðið að gefa félögum GKG kost á að leika 18 holu hring í Leirdalnum mánudaginn 27. júní og skila inn skorkorti fyrir þann hring, sem telst jafngilt þeim skorkortum, sem skilað verður inn eftir úrtökumótið á sunnudag. Tveir eða fleiri þátttakendur í úrtökumótinu verða að vera saman í ráshóp, þannig að ritari leikmanns sé jafnframt þátttakandi.

Þeir sem taka þátt í úrtökumótinu á mánudaginn skulu fá áritað skorkort hjá rástímaskráningu í golfversluninni áður en leikur hefst og greiða keppnisgjaldið, kr. 3.000. Undirrituðum skorkortum skal síðan skila strax að leik loknum og eigi síðar en kl 21:30 á mánudagskvöld (verslunin lokar kl 22:00).

Tilkynnt verður um endanleg úrslit úrtökumótsins þriðjudaginn 28. júní kl 13:00, bæði á auglýsingatöflu í skála og á heimasíðu GKG. Jafnframt verður birt hverjir leika saman í fyrstu umferð holukeppninnar (32ja manna úrslit), en henni skal lokið eigi síðar en 10. júlí n.k.

Sjá nánar auglýsingu um Holukeppni GKG 2011
Mótsstjóri