Heldri borgarar eru duglegir að nýta sér það að Mýrin er opin yfir veturinn og mæta á hverjum morgni og spila. Vonsku veður er um allt land í dag, þakplötur farnar að fjúka og hjálparsveitir kallaðar út. Það kemur því töluvert spánskt fyrir sjónir að sjá þessa herramenn tía upp á fyrsta teig og láta ekki slíka smámuni aftra sér frá daglegri golfiðkun.

Heldri golfarar