Kæri félagi

Á morgun föstudaginn 16. Október ætlum við hjá GKG að hefja frábæra útsölu á okkar vörum úr golfverslun GKG.  Verslunin verður opin alla virka daga milli kl 9-16, einnig ætlum við að hafa opið laugardaginn 17. Október milli kl 10-14.  Útsölunni lýkur svo föstudaginn 23. Október.  Við verðum með það helsta í sölu eins og FJ fatnað, Ecco skó, fjarlægðamæla (kr. 18.000!), kúlur og ýmsar smávörur.  FJ fatnað frá 6.900 kr, Ecco skó frá 15.500 kr og Titleist kúlur frá 1.500 kr þrjár í pakka og margt fleira.  Það styttist í jólin og er því tilvalið að læða einhverju golfdóti með í pakkann 😉

Það verður einnig horn með óskilamunum eftir sumarið fyrir þá sem að gleymdu einhverju á vellinum í sumar.

Verslunin verður í golfskála GKG ekki í Proshop.

Endilega kíkið við og skoðið, það verður heitt á könnunni og við tökum vel á móti ykkur.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á birgirleifur@gkg.is

Með kveðju,

Starfsfólk GKG