Hægt verður að fylgjast með árangri keppnissveitar GKG í kvennaflokki á heimasíðu GKG.
A-RIÐILL
GR
GA
GKG
GSS
B – Riðill
GK
GKJ
GOB
GO
Kylfingar sem fá tækifæri til þess að keppa fyrir hönd GKG að undangengnu mati íþróttastjóra og skipa 6 manna keppnissveit klúbbsins árið 2006 að loknu vali eru.
Nafn | Forgj. |
Bergljót Kristinsdóttir | 10,9 |
Erna Valdís Ívarsdóttir | 11,3 |
Eygló Myrra Óskarsdóttir | 5,1 |
Guðfinna Halldórsdóttir | 7,8 |
Ingunn Gunnarsdóttir | 5,1 |
María Guðnadóttir | 7,1 |
Ragnheiður Sigurðardóttir | 5,6 |
Þórunn Día Óskarsdóttir | 10,7 |
Ofangreindir kylfingar eru í hóp sem hafa möguleika á að vinna sér sæti í keppnissveit GKG árið 2006. Eftirfarandi atriði munu vega mest í vali íþróttastjóra á keppnissveit GKG í kvennaflokki;
• Forgjöf
• Árangur ársins almennt
• Árangur í Íslandsmótum (höggleik – holukeppni) og meistaramóti GKG
• Æfingahringur þann 7. ágúst klukkan 13:00 á Hvaleyrarvelli sem íþróttastjóri mun setja upp til þess að meta stöðuna enn betur fyrir lokaval.
Liðstjóri kvennasveitarinnar verður Brynjar Eldon Geirsson
ATH : Fundur liðsmanna og liðstjóra verður sama dag í golfskála GK á Hvaleyrarvelli mánudaginn 7. ágúst kl 12:00