Nú er kominn sá árstími að allra veðra er von og framundan er samkvæmt 10 daga spánni er töluvert um næturfrost.
Þar sem kuldi og bleyta er í kortunum hefur verið ákveðið að loka kópavogshluta af leirdalsvelli þar að segja holum 4 til og með 12, þannig að síðasti dagur til að spila völlinn í allri sinni mynd er fimmtudagurinn 3 okt.
Ef það fer þannig að það frjósi á nóttunni þá munum við loka vellinum þann daginn til klukkan 11 um morguninn og eru kylfingar beðnir að fara ekki af stað út á völl ef völlurinn er hrímaður eða frosinn.
Við munum reyna allt hvað við getum til að hafa golftímabilið hvað lengst hjá okkur í GKG og æfingasvæðið verður opið eitthvað áfram.

Kveðja
Vallarstjóri