Nú styttist óðum í að völlurinn opni og allt að verða klárt.
Við leitum enn að vallargæslumönnum. Búið er að ganga frá ráðningu þriggja vallargæslumanna, enn vantar þó þrjá til viðbótar. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er 7 daga í senn og síðan frí í 14 daga. Unnin er dagvakt í eina viku og síðan kvöldvakt eftir tveggja vikna frí.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra.