Birgir Leifur Hafþórsson setti nýtt og glæsilegt vallarmet af hvítum teigum á Leirdalsvelli á öðrðum degi Símamóts Eimskipamótaraðarinnar. Biggi hóf leikinn með látum og náði fugli á fyrstu þrem holunum og bætti þeim fjórða við á fimmtu. Biggi Leifur var átta undir eftir 17 en misheppnað vipp á 18. kostaði hann högg og endaði hann leik á sjö undir eða 64 höggum.  Axel Bóason átti gamla vallarmetið sem var 67 högg árið 2010. Birgir Leifur jafnaði metið sama ár og Úlfar Jónsson náði að jafna það árið 2011 og Kjartan Dór Kjartansson árið 2012.

Valdís Þóra Jónsdóttir setti jafnframt nýtt vallarmet af bláum teigum en hún spilaði völlin á 71 höggi. Hún fékk fugla á sjöundu og 14. holu en skolla á 11. og 16. Gamla metið átti Ragnhildur Sigurðardóttir sett árið 2009.