Þegar við förum inn í veturinn færist vinna okkar á vellinum yfir í endurnýjun, viðgerðir og undirbúning fyrir tímabilið 2026. Á veturna tökum við á stærri verkefnum sem halda vellinum heilbrigðum og klúbbnum á réttri braut.

Völlur og skóglendi

Við erum að vinna að landslags- og skógræktarstjórnun víðsvegar um Leirdalinn og Mýrina. Hreinsun í kringum 9. teig og 7. flöt á Leirdalnum, ásamt gróðurfjarlægingu við 2. teig á Mýrinni og svipaðri vinnu á 9. og 2, á Leirdal, mun bæta loftflæði og ljós. Þessi skilyrði eru lífsnauðsynleg og styrkja grasið gras á kaldari mánuðum og í skammdeginu.

Verkstæði og vélar

Verkstæðið er að fá heildstæða vetrarviðhaldsdagskrá: djúpþrif, betra skipulag, viðhald allra véla og yfirferð á því hvaða tæki eru á enda líftíma síns. Við erum einnig að undirbúa nýtt skjólshús fyrir róbóta slátturvélarnar okkar eftir skemmdarverk á Leirdalnum. Á þessu tímabili tekur starfsfólkið einnig þátt í tækniþjálfun vegna sífellt aukinnar rafmagns- og vélmennavæðingu tækjaflotans okkar.

Ný þjónustumiðstöð GKG

Skipulagning heldur áfram fyrir nýja þjónustumiðstöð sem getur stutt langtímamarkmið klúbbsins. Núverandi aðstaða okkar hefur einfaldlega vaxið úr sér og getur ekki með öruggum hætti hýst stækkandi rafmagnsvélaflota. Sérhönnuð aðstaða mun vernda tækin okkar frá veðri og vindum, bjóða upp á viðeigandi sameiginleg svæði fyrir okkar fjölmenna vinnuteymi okkar og gera okkur kleyft að vinna skilvirkara allt árið.

Tæknilegar framkvæmdir á veturna

Þetta tímabil felur einnig í sér áveituprófanir og kortlagningu, glompuframkvæmdir og stígasmíði, geymslu og endurbætur á vallarbúnaði eins og bekkjum og boltahreinsum, áburðaráætlanir og áframhaldandi samvinnu við birgja og þjálfunaraðila. Þessi vetrarverk eru undirstaða farsæls golftímabils.

GEO og skráning dýralífs

Við höfum nú lokið fyrsta heils árs ítarlegrar GEO gagnaöflunar fyrir 2024 og 2025 tímabilin. Jákvæðar stefnur eru skýrar:

  • Plöntutegundir jukust frá 17 í 34
  • Fuglategundir frá 12 í 32
  • Spendýr frá 1 í 3
  • Villt gróðursvæði jukust úr 0 ha í 19,7 hektara

Vélafloti okkar heldur áfram að þróast í átt að rafmagns- og blendingsvéla, með aukningu í rafmagngolfbílum, rafmagns ásetusláttuvélum og slátturóbótum:

  • Rafmagnsgolfbílum fjölgar úr 14 í 18
  • Blendings ásetusláttuvélar verða þrjár í stað fjórar. Fimm með dísel vélum og tvær nýjar 100% rafmagns slátturvélar
  • Sláttu róbótum fjölgar úr fjórum í sjö. Til að setja þetta í samhengi, nýju slátturvélarnar leggja sitt af mörkum og spara 28 tíma á viku í gróðurslætti sem áður voru framkvæmdar af dísel sláttuvélum. Þetta minnkar notkun á olíu í vökvakerfi, olíuskipti, síur, og viðhald véla og minnkar slit á tveimur stórum dísel sláttuvélum um helming. Díselolíunotkun minnkar um 200 lítra á viku.

Af hverju þetta skiptir máli

Einfalda svarið er: af hverju ættum við ekki að láta þetta okkur varða? Munum við líta til baka eftir eitt ár eða kannski 20 ár og velta fyrir okkur hvers vegna við byrjuðum ekki fyrr? Einföld skoðun á map.is á árlegri þenslu Reykjavíkur sýnir að borgin er að þróast og stækka hratt.

Höfum við efni á að vera ekki skjól fyrir villt dýralíf, fyrir samfélagið okkar, fyrir framtíð golfs í borginni? Við verðum að horfa á stóru myndina. Hvernig getum við tekið samfélagið með í skipulagið okkar? Eru hlaupa-, hjóla-, skólastígar sem liggja í gegnum völlinn? Getum við boðið upp á vinnu fyrir fólk á staðnum, t.d. nemendur, eftirlaunaþega, flóttamenn, atvinnulausa. Hvernig lítum við á ytra samfélagið?

Þetta er ferðalag sem byrjaði löngu áður en ég eða GEO komu til sögunnar. Sem golfklúbbur er GKG ótrúlega hlýlegur, innilegur og býður alla velkomna.

Af hverju ætti breiðara samfélag ekki að njóta þessa andrúmslofts og vera velkomið á völlinn og inn í klúbbinn. Sem klúbbur gerum við nú þegar margt frábært, en GEO býður upp á aukna framtíðartryggingu og vegvísi ásamt rekjanlegum niðurstöðum, stuðningi og ramma fyrir framtíðina.

Horft fram á við

Þróun vallarins og aðstöðunnar gefur okkur einstakt tækifæri til að skipuleggja framtíðina á sannarlega sjálfbæran hátt. Villt dýralíf, vænlegt landslag fyrir slátturóbóta, nútímalegt vökvunarkerfi, endurvinnslustaðir neðanjarðar og hugsanleg plönturæktun á staðnum eru öll þættir sem eru hannaðir inn í næsta áfanga. Með GEO vottun okkar og GSÍ sjálfbærnisviðurkenninguna sem okkur var veitt á árinu, erum við að byggja sterkan grunn fyrir komandi ár.

Þetta fyrsta ár okkar með GEO skuldbindingu hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Ég hlakka til að uppfæra ykkur aftur í desember á næsta ári með skýrslu um framfarir, breytingar og lærdóm frá 2026.

Ég hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári. Þangað til vona ég að þið njótið öll  jólastemningarinnar í Íþróttamiðstöðinni okkar og sameinist í að lýsa upp skammdegið.

Allra bestu jólakveðjur,

Kate